7.9.2009 | 13:01
Gangan laugardaginn 5. september sl.
Við vorum 13 manns sem gengum Ólafsskarðveginn laugardaginn 5. september. Þór Vigfússon ætaði að sjá um fararstjórn en meiddi sig á fæti og gat ekki gengið með okkur, Davíð O Davíðsson gjörþekkir þetta svæði svo hann tók að sér hlutverk fararstjóra. Lagt var af stað kl.10 um morguninn frá Bakaríinu, en nokkrir bættust í hópinn í Jósefsdal. Veður var eins og best verður á kosið, stafa logn og góðviðri.
Alla þessa leið markar fyrir gömlum götum er minna á þessa gömlu þjóðleið frá Þorlákshöfn og suðurströndinni til Faxaflóasvæðisins. Við gengum upp að gýgnum "Leiti" sem gaus fyrir 5000 árum einu mesta hraungosi á suðvesturhorninu. Þetta var þægileg fjögura tíma ganga sem tafðist svolítið af föngulegum bláberja-og kækiberjalyngum.
Þátttakendur: Davíð, Elín Björg, Hrönn, Guðni, Alda, Rán, Inga, Setta, Óli Þorleifs, Björg á Kotströnd, Hulda Hjaltadóttir, Sigmundur Stefánsson og undirrituð Edda Laufey.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.