12.8.2009 | 11:49
Frétt
Ferðamálafélag Ölfuss stóð að sýningu í Vitanum á Hafnardögum 6.-7. júní sl.
Í tilefni sjómannadags voru settar upp myndir af bræðrum, 4 Friðrikssonum og 4 Karlssonum og fjölskyldum þeirra.
Þessir menn, Friðrik, Davíð, Guðmundur og Pétur Friðrikssynir og Svavar, Karl, Jens og Baldur Karlssynir, skipstjórar og vélstjórar voru með fyrstu sjómannafjölskyldum sem setturst hér að um 1950 þegar þéttbýli myndaðist í Þorlákshöfn.
Þessi sýning var sett upp til að heiðra þá og störf þeirra í þágu Þorlákshafnar.
Í dag eru tveir af þessum mönnum á lífi, þeir Pétur Friðriksson og Karl Karlsson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.