Laki

LAKI

Dagana 14. – 17. ágúst 2008 fóru 11. félagar í Ferðamálafélagi Ölfuss í ferð um Síðumannaafrétt undir leiðsögn Vigfúsar Gíslasonar. Ekið var frá Þorlákshöfn þann 14. ágúst og gist í gangnamannahúsi við Blágil. Gengið var á Laka á föstudeginum og um svæðið umhverfis hann. Á laugardeginum var gengið með Skaftá, fossar árinnar skoðaðir og fjöll á svæðinu. Gist var í skála og tjöldum í Blágili.   Aðfaranótt sunnudags var gist í sumarhúsi fararstjórans í Flögu og ekið heim á sunnudag.   Vestan við Skaftá blasa við s.s.  

 IMG_1719 
  Sveinstindur

  IMG_1746 
  Uxatindur. 

IMG_1704 
Fararstjórinn Vigfús Gíslason

 IMG_1727 
Vigfús, Vigdís, Marteinn, Alda, Birna, Jóhanna og Ásta
og fyrir framan
Ragnar, Ásta og Helga.

Látum hér með fylgja fallegar myndir sem Ólafur Áki tók í ferðinni.

IMG_1731 

 IMG_1732 

 IMG_1743

  IMG_1753 

 IMG_1761 IMG_1701 

Lakagígar og Laki
Lakagígar er gígaröð á Síðumannaafrétti, um 25 km á lengd. Liggur hún frá móbergsfjallinu Hnútu til norðausturs og endar uppi í Vatnajökli. Gígaröðin dregur nafn af móbergsfjallinu Laka sem slítur hana sundur nálægt miðju.
Lakagígar gusu árið 1783 hinu mesta hraungosi er sögur fara af á jörðinni. Kallaðist það Síðueldur eða Skaftáreldar. Gosið hófst hinn 8. júní. Gaus fyrst úr suðurhluta sprungunnar, sunnan Laka, þar sem hét Varmárdalur. Var hann þá algróinn. Varmárdalur er nú fullur af hrauni. Hraunflóðið féll niður gljúfur Skaftár og fyllti það en rann síðan austur með Síðuheiðum og breiddist svo út á láglendinu. Annar hraunstraumur féll austur í farveg Hverfisfljóts og rann niður í Fljótshverfi.
Laki er kollóttur móbergshnjúkur (818 m y.s.) á Síðumannaafrétti.

Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband