11.8.2015 | 23:42
Ferð norður
Sextán manns fóru og gistu í Lækjarhvammi. Fyrsta kvöldið var farin smá heilsubótarganga í næsta nágrenni. Smá suddi hressti liðið eftir bílsetu norður. Á föstudegi var gengið í Laxárdagl og yfir að Laugum. Margt áhugavert skoðað í ferðinni og þegnar höfðinglegar veitingar á Halldórssöðum. Á laugardegi var keyrt að Nípá og áleiðis upp í Kotaskarð. Þaðan gengið í Kotadal og í Naustavík. Veisla um kvöldið í Lækjarhvammi. Flestir fóru ða tígja sig til heimferðar á sunnudagsmorgni en fjórir gönguþyrstir ferðalangar komu við í Fjörðum á leið heim. Flott helgi. Eindtakar þakkir til Ránar, Kristjáns og Svandísar okkar frábæru gestgjafa og leiðsögumans.
Myndir í albúmi undir Aðaldagur og nágrenni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.