Gengið á Ármannsfell

  

P9030109
 

Laugardaginn 3. september var síðasta skipulagða gangan á vegum Ferðamálafélags Ölfuss sumarið 2011.  Gengið var á Ármannsfell í Þingvallasveit. Ármannsfell er 764 metrar á hæð, gott uppgöngu. Ferðin upp og niður tók um 3 klst. Eftir gönguna var komið við í Þrastarlundi í kaffi og kökur. Veðrið var eins og best verður á kosið og ekki skemmdi það daginn að koma við í sundlauginni í Þorlákshöfn og njóta góðrar þjónustu starfsmanna í dásamlegu umhverfi.

Fararstjóri í ferðinni var Ólafur Áki Ragnarsson.  

Á myndinni eru:   Björg Halldórsdóttir, María Sigurðardóttir, Alda Einarsdóttir, Benjamín Þorvaldsson og Vigdís Brynjólfsdóttir 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband