21.6.2011 | 08:47
Jónsmessuganga að Þríhnúkagíg
Föstudaginn 24. júní nk. mun Ferðamálafélag Ölfuss standa fyrir Jónsmessugöngu að Þríhnúkagíg.
Þríhnúkagígur er gígur sem liggur í norðaustasta Þríhnúknum, rúma 4 km vestur af skíðasvæðinu í Bláfjöllum.
Niður frá gígopinu gengur gríðarmikill gíghellir, Þríhnúkahellir.
Hann er eitt stærsta og merkasta nátturufyrirbæri sinnar tegundar á jörðinni.
Lagt er af stað frá Bakaríinu kl. 19:00. Fararstjóri Vigdís Brynjólfsdóttir
Allir velkomnir
Stjórn Ferðamálafélags Ölfuss
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.